Sumarið 2016 keypti Penninn Bókaverslun Þórarins Stefánssonar og opnaði þar endurbætta búð undir merkjum Pennans Eymundsson. Þar bjóðum við gott úrval af bókum, tímaritum, gjafavöru, ritföngum, ferðatöskum og ferðamannavöru. Þannig munum við þjóna Þingeyingum um bækur og menningu áfram líkt og gert hefur verið í bókaversluninni á Húsavík síðan 1909.