Verslun okkar á Ísafirði stendur við Hafnarstræti 2. Þetta er einstaklega skemmtileg verslun í gamalgrónu verslunarhúsnæði frá árinu 1927 í miðbæ Ísafjarðar. Í versluninni er ágætt úrval nýrra íslenskra bóka, tónlistar og tímarita. Þar má einnig finna gott úrval af ritföngum, rekstrarvöru, gjafavöru, töskum og ferðamannavörum.